Lágkúra eða óhóf???

Ég hef áður skrifað um þennan ferðamáta hæstvirts forsætisráðherra og ég stend við það að mér finnst þetta gífurlega röng skilaboð til að senda á þessum tíma.

Einnig verð ég að segja að það ætti að reka aðstoðarmann eða PR mann Geirs H. Haarde.  Ef það er raunin að verðmunurinn sé mjög lítill þá verður að sýna það svart á hvítu.  Ég get vel unnt þeim að ferðast á þennan máta ef að verðmunurinn á því er mjög lítill því að tími okkar ráðamanna er mjög dýrmætur.  Ef hins vegar verðmunurinn er mikill þá er þetta algjört bruðl og ábyrgðarleysi af hálfu þessara ágætu ráðherra og mitt atkvæði fer annað næst.


mbl.is Lágkúra eða óhóf og bruðl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hvernig væri að reikna út dagafjöldann sem lægju undir auk hótelkostnaðar fyrir alla hersinguna miðað við að taka almennt flug og tengiflug á Natófundinn. Allan tímann þarf að greiða starfsfólkinu dagpeninga þar til það kemur á vinnustaðinn sinn aftur á Íslandi. Flugmiðarnir kosta svo sitt. Þessi samlagning hef ég grun um að sé dýrari kostur en að fljúga beina leið á fundarstað og dvelja ekki mínútu lengur þar en fundurinn í raun tekur og nota til þess einkaþotuna.  

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.4.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Geir G

Já ég er sammála því að það getur vel verið raunin og ef svo er þá er þessi ferðamáti vel skiljanlegur og í raun æskilegur.  Hins vegar hefur maður áhyggjur af því að svo sé ekki þar sem að þeir vilja ekki gefa upp kostnaðinn. 

Geir G, 8.4.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geir G
Geir G

Þrjátíu og eitthvað ára, giftur og 3ja barna faðir.  Ætla að skrifa hérna mínar skoðanir sem eru ekki endilega þær réttu, en þær eru mínar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 196

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband