Mótmæli 17 janúar 2011

Það er voðalega ríkt í okkur íslendingum að segja að það þýði ekkert að mæta á mótmæli „það breytist ekkert hvort eð er“.  Þess í stað sitjum við heima, á kaffistofum og í saumaklúbbum og kvörtum yfir því að það breytist aldrei neitt hérna.

 

Við síðustu öflugu mótmæli lofaði ríkisstjórnin bót og betrun.  Hún tók sér því næst margar vikur í að koma með „öflugan“ aðgerðarpakka til bjargar heimilinum.  En niðurstaðan var því miður sú að hann varð ansi fátæklegur og í raun mest lítið nýtt í honum.  Þau höfðu sem sagt bara tekið þær lausnir sem þegar voru í boði í bankakerfinu og dustað af þeim rykið.  Það var í raun ekki nema von þar sem að ríkisstjórnin lagði mikla áherslu á að bankarnir yrðu með í þessari lausn.  Já sömu bankar og komu okkur í þessi vandræði.

 

Ég ætla mér að mæta á næstu mótmæli og sýna þessari ríkisstjórn að ég sé búinn að fá nóg.  Búinn að fá nóg af aðgerðaleysi, skattpíningu og spillingu.  Þá þetta margumtalaða nýja Ísland er nefnilega ekkert nýtt.  Það er bara búið að skipta um föt.  Núna eru það vinstri menn sem eru með spillinguna, ráða vini sína í góð störf og borga svo himinhá laun í bankana.  Þeir pössuðu sig hins vegar á að gera ekki sömu mistök og aðrir og eru því ekki að borga bankastjórunum þessi himinháu laun.  Nei nú eru það skilanefndir svokallaðar sem fá þessi laun.  Við heyrum fréttir af 58 milljónum og 63 milljónum á ári, já á ári.  Þetta gera um 5 milljónir á mánuði.

 

Ég vil spyrja ykkur lesendur góðir nokkurra spurninga.

 

Finnst þér aðgerðarpakki ríkisstjórnar til bjargar heimilum eða fyrirtækjum í landinu góð lausn? 

 

Finnst þér skattastefna ríkisstjórnarinnar réttlát og góð? 

 

Ertu sátt(ur) við himinhá laun í skilanefndum bankanna? 

 

Ef svarið við eitthvað af þessum spurningum er nei þá átt þú að mæta á Austurvöll 17 janúar nk og láta í þér heyra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geir G
Geir G

Þrjátíu og eitthvað ára, giftur og 3ja barna faðir.  Ætla að skrifa hérna mínar skoðanir sem eru ekki endilega þær réttu, en þær eru mínar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 197

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband