Við mótmælum öll?

Ég mætti á Austurvöll síðastliðinn laugardag til að mótmæla og var hluti af miklum meirihluta mótmælenda sem henti engu.

Ég var að ræða við einn kunningja minn sem ætlaði ekki að mæta og fannst það eitthvað tilgangslaust og að stjórnarandstaðan yrði hvort eð er ekkert betri.

Mér finnst þetta ekki snúast endilega um það að fá nýja ríkisstjórn heldur bara að fá einhvern til að nota aðgerðir sem virka.

Mig langar því til að spyrja þá sem ekki mættu á laugardaginn nokkurra spurninga.

  • Hafa lánin ykkar ekki hækkað á undanförnum 2-3 árum og í sumum tilfellum um tugi prósenta?
  • Hefur hrein eign ykkar í fasteigninni ykkar ekki hrunið og í sumum tilfellum gufað upp?
  • Hafa skattarnir hjá ykkur ekki hækkað?
  • Hafa miklar vöruhækkanir ekki átt sér stað í kringum ykkur?
  • Er verðbólgan hjá ykkur ekki langt yfir viðmiðunarmörkum Seðlabankans?

Ég myndi svara þessu öllu játandi og þess vegna mótmæli ég.  Til að sýna stjórnvöldum að núverandi aðgerðir þeirra virka hreint ekki og því ber að hætta þeim og reyna eitthvað annað.

Ríkisstjórnin þarf að:

Hætta að tengja lánin mín við vöruhækkanir og skattahækkanir

Hætta að hækka skatta sem hafa sýnt sig að draga úr neyslunni og skila minna en ella í ríkiskassann

Hætta að hafa bæði belti og axlabönd á lánunum mínum (verðbætur).

Það virkar ekki að tuða yfir þessum hlutum við eldhúsborðið heima.  Jóhanna og Steingrímur heyra ekki í ykkur þar.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geir G
Geir G

Þrjátíu og eitthvað ára, giftur og 3ja barna faðir.  Ætla að skrifa hérna mínar skoðanir sem eru ekki endilega þær réttu, en þær eru mínar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband