Um mótmæli

Mér finnst umræðan um þessi mótmæli vera á villigötum.  Það er verið að ræða um hvort og hvaða rétt hinir og þessir hópar hafa til að mótmæla.  Eigum við ekki að fagna því þegar það eru hópar sem taka sig til og mótmæla þegar þeim finnst vera yfir sig gengið.  Við megum ekki láta þessi mótmæli koðna niður með einhverju rugli.

Einnig eru sumir sem segja að jú þeir séu hlynntir þessum mótmælum en bara ef það bitni ekki á hinum almenna borgara.  Ef að trukkabílstjórar og jeppamenn myndu nú fara þangað sem enginn er til að mótmæla (til að trufla engann) þá væru jú engar umræður um þessi mótmæli því að enginn myndi taka eftir þeim. 

Ég er hlynntur þessum mótmælum og mér finnst líka að við séum rétt að byrja.  Ég hvet þessa ágætu bílstjóra til að halda þessu áfram og einnig að vera nógu fjólbreyttir í þessu.  Ekki bara loka gatnamótum miklubrautar og Kringlumýrabrautar heldur líka fara fyrir utan viðkomandi ráðuneyti, Alþingishúsið, heim til ráðherra og svo væri ég líka til í að sjá þá loka nokkrum bensinstöðvum annað slagið.  Það má ekki gleyma því að þeir eru og hafa verið að taka okkur í ......... 

 Á meðan á þessu stendur þá ferðast ég um með bók í bílnum.


mbl.is Loka fyrir umferð olíubíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þessi mótmæli taka á sig ýmsar myndir. Sennilega gætu þessir sem þarna mótmæla sparað sér stórfé með að skipta ofurjéppanum í Jaris. Ef maður vill lúxus kostar það og þegar leið er framhjá því á maður ekki að móttmæla. Þetta er sjálfvalin staða.

Annars er þetta komið í tóma vitleysu og skila engu nema neikvæðu viðhorfi og leiðindum.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2008 kl. 09:47

2 identicon

Hiklaust sekta þessa menn og draga bílana í burtu. Óþolandi svona ólöglegar aðgerðir.

Jón Björnsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:47

3 Smámynd: Ísdrottningin

Jón Ingi, vaknaðu maður!  Það eru annars vegar til jeppamenn sem eru á fjöllum öllum stundum og fæstir þeirra eru í einhverjum lúxus og svo eru hins vegar til flottræflar sem aka um á staðaldri á einhverjum ofurjeppum með öllum lúxus. Ekki draga okkur undir einn og sama hattinn.

Jón Björns, viltu heldur fá verkfall með tilheyrandi vanda s.s. vörulausum verslunum og þar fram eftir götunum?
Ef þú ert óánægður með mótmælin skaltu taka málið upp við stjórnvöld, það er þinn réttur og þannig gerir þú þitt sem borgari.

Ísdrottningin, 4.4.2008 kl. 10:44

4 identicon

Í upphafi stóð styrinn um bensínverð, ekki lifnaðarhætti sportjeppamanna.  Eldsneytisverð er of hátt og flutningabílstjórar þurfa eldsneyti á bílana sína.  Þið, sem ekki þolið mótmæli, hættið e.t.v. að fá vörur og þjónustu ef ekkert verður að gert og enginn ekur lengur um nema á Yaris og Corolla.

megadora (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 11:05

5 identicon

Þetta er nú meiri öfundin út í jeppamenn, í guðanna bænum gott fólk verið fegin að Jón út í bæ vill mótmæla fyrir hönd okkar hinna, ekki gerið þið það sem látið hæst í ykkur heyra um hversu vitlaus þessi mótmæli séuð.

Hvað með það þó Hann J'on eigi jeppa, það er eflaust jafndýrt fyrir hann að kaupa olíu og fyrir þann sem á Jaris, s.s. misefnað fólk en eflaust jafdýrt. Hættið þessari öfund út í fólk sem á jeppa, já þetta er ekkert nema öfund í ykkur.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geir G
Geir G

Þrjátíu og eitthvað ára, giftur og 3ja barna faðir.  Ætla að skrifa hérna mínar skoðanir sem eru ekki endilega þær réttu, en þær eru mínar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband