6.1.2009
Öll egg í sömu körfu
Já og núna er greinilega rétti tíminn fyrir íslendinga að fjölga álverum á Íslandi. Endilega byggjum í Helguvík, Húsavík og stækkum í Hafnarfirði. Held að þessi frétt hljóti að sýna að það borgi sig ekki fyrir okkur að setja öll eggin í sömu körfu.
Verum nú einu sinnu gáfuleg og reynum að veðja á fleiri atvinnuvegi.
Alcoa segir upp 13.500 manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir þetta Geir, því það er fullt af öðrum möguleikum og ef við ætlum að selja orku þá er skynsamlegra að selja hana til margra og smærri aðila á mismunandi atvinnusviðum til að lágmarka áhættu og á aðeins hærra verði svo öruggt allavega sé að þessar virkjanir borgi sig en virkjanakostnaður leggist ekki á heimilin í landinu í hærra raforkuverði þegar heimsmarkaðsverð á áli lækkar. Það þarf ekki að lesa neina hagfræðibók til að sjá þetta. þetta er bara almenn skynsemi en kannski er meiri skortur á henni en gjaldeyri, en nú vaknar fólk kannski upp við vondann draum og áttar sig á veruleikanum. Vonandi fleiri og fleiri með hverjum deginum sem líður. Verum bjartsýn
Máni Ragnar Svansson, 6.1.2009 kl. 23:18
Bankamenn allra þjóða komu okkur í þessa krísu fyrst og síðast allra fyrirtækja. Þökk sé þeim, að efnahagskerfi allra þjóða er meira og minna ein rjúkandi rúst, - sannkölluð ommeletta.
Þá er nú skárri kostur að hafa öll eggin óbrotin í sömu körfunni.
Gaman væri að fá tillögur að nýjum atvinnutækifærum, ekki bara VG kjaftæði "um að gera eitthvað annað". Hingað til hefur það engu skilað í þjóðarbúið.
Benedikt V. Warén, 6.1.2009 kl. 23:22
Common sense is not that common Máni. Ég held að Geir Hilmar sé alveg sannfærður um að ekkert sé betra fyrir Ísland en að virkja sem mest og að byggja eins mörg álver og hægt er, helst aðeins fleiri. Hann er líka alveg sannfærður um það að Davíð sé færasti seðlabankastjóri í heimi og að enginn beri ábyrgð á bankahruninu, það hafi verið algjörlega ófyrirsjáanlegt.
Hún er svolítið kúnstug, veröldin sem hann Geir Hilmar lifir í.
Guðmundur Pétursson, 6.1.2009 kl. 23:50
Niðurstaða þín Benedikt er þarna afdráttarlaus. Að ræða um eitthvað annað en álver er bara VG kjaftæði! Nú finnst mér andinn í þessari ályktun vera sá að í fyrsta lagi séu VG liðar bara ábyrgðarlaus flón og þá líklega skemmdir af einhverju sósíölsku hugarfari. Í öðru lagi þá eigum við að halda okkur við það að lifa mestan partinn á orkusölu til álvera enda þótt enginn vilji framleiða ál og þar með kaupa þessa orku. Þetta hefur kallast að berja höfðinu við steininn og í beinni merkingu er það nú hættulegt og stundum barasta lífshættulegt!
Hugsast getur að þér finnist það alveg ábyrgðarlaus pólitík að stjórnvöld hugsi ekki fyrir fólkið í landinu og segi því skýrt og skilmerkilega við hvað það eigi að fást sér til bjargræðis. Nú er ég fús að upplýsa þig um það sem enginn hefur frætt þig um að þessi áætlunarbúskapur var reyndur í Sovétríkjunum sálugu undir stjórn kommúnista og gekk svo bölvanlega að ríkjasambandið hrundi.
Mín skoðun er að sá gamli boðskapur að treysta á frelsi einstaklingsins og láta hann í friði með sitt "eitthvað annað" sé bærileg pólitík. Þetta hafði einn íslenskur flokkur sem helsta baráttumál um árabil og gekk bara nokkuð bærilega upp. Síðan hugnaðist framsýnum mönnum þessa flokks það illa að fá ekki að hafa hönd á verðmætum þjóðarinnar og tóku upp svonefnda einkavinavæðingu þar sem frelsi góðra einstaklinga var æðra frelsi annara einstaklinga.
Hefurðu nokkuð heyrt af því hvernig það fór Benedikt?
Árni Gunnarsson, 7.1.2009 kl. 00:22
Benedikt: Það er fínt að hafa öll eggin óbrotin í sömu körfunni. Alveg þangað til karfan dettur og öll eggin brotna. Þú manst kannski eftir bankahruninu hérna um daginn, það er gott dæmi um of mörg egg í sömu körfunni.
Það er líka hægt að nýta orku á annan veg en bara í áliðnað, ef fenginn er annar þungaiðnaður er það strax skárra en álið.
Karma (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.