6.5.2007
Verðlagning olíufélaganna
Það hefur oft verið rætt um þetta mál og talað um litla samkeppni. Nú er það svo að Atlantsolia er að kvarta undan því að hin olíufélögin lækki verðið á stöðvum nálægt þeim. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem olíufélögin hafa lægri verð á sumum stöðvum en hærri á öðrum.
Mér finnst þetta mjög merkilegt og þá sérstaklega að við neytendur segjum aldrei neitt við svona löguðu. Ætli okkur þætti það ekki skrítið ef við færum inná Subway á Hringbraut og að þar væri verðið hærra en á öðrum Subway stöðum. Þegar við færum svo að spyrja af hverju þetta væri dýrara þarna þá væri svarið "jú við erum ekki nálægt neinum öðrum skyndibitastöðum"
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.