Reynsla af heimafæðingum

Eftirfarandi grein eftir mig birtist í morgunblaðinu í dag.

Mig langaði til að setja niður nokkrar línur og deila með ykkur minni reynslu af heimafæðingum.  Við hjónin eigum þrjú börn og þau tvö yngri voru fædd í heimafæðingu.  Að okkar mati þá er heimafæðing mjög góður valkostur fyrir foreldra.  Einnig mætti gera meira af því að kynna þennan valkost fyrir væntanlegum foreldrum að okkar mati.

Fyrsta barnið
Við hjónin fórum þessa hefðbundnu leið með okkar fyrsta barn og fæddum á fæðingardeiild Landspítalans.  Sú fæðing fór kannski eins og margar fyrstu fæðingar, en hún var löng og erfið.   Allt ferlið tók um 27 klukkustundir og voru um 4 mismunandi ljósmæður okkur til hjálpar.  Konan mín fékk bæði glaðloft og mænudeyfingu, þá var stráknum okkar hjálpað út með sogklukku og kom hann út viðbeinsbrotinn sem lagaðist mjög fljótt.  Allt þetta ferli var mjög erfitt og var konan mín nokkra daga að jafna sig eftir þetta.  Einnig kom til nokkuð ópersónuleg þjónusta á fæðingardeildinni þar sem allt verður að vera eftir þeirra reglum.  Rétt er þó að ítreka að þetta er fyrir 9 árum síðan og næsta örugglega hefur margt breyst síðan.

Annað barnið
Þegar það kom að fæðingu númer tvö þá hafði konan lesið sér til um heimafæðingu og langaði mikið til að prófa það.  Ég var nú ekkert rosalega hrifinn en þar sem að konan sér jú um alla vinnuna þá fannst mér rétt að hún mætti gera þetta á sínum forsendum.  Við settum okkur í samband við Áslaugu Hauksdóttur ljósmóður sem samþykkti að vera með okkur í þessu.  Undirbúningurinn fyrir þessa fæðingu var mjög hefðbundinn fyrir utan það að við fengum okkur byggingarplast (til að setja undir lakið) og svo fengum við barnasundlaug og slöngur hjá Áslaugu. Okkur fannst dálítið skrýtið og óþægilegt  á meðgöngunni að þeir læknar sem við ræddum við mikið að draga úr okkur og reyna að fá okkur til að hætta við þetta.

Þegar kom að fæðingunni sjálfri þá var hringt í Áslaugu um kl. 17:00 um daginn og hún mætti á staðinn ásamt Guðrúnu Femu ljósmóðursnema.  Barnalaugin var tilbúin uppblásin í svefnherberginu og konan mín notaði hana til að lina verkina.  Þessi fæðing gekk mjög hratt fyrir sig miðað við þá fyrri en seinni strákurinn okkar kom í heiminn um kl 21 um kvöldið.  Það sem mér fannst sérstakt að upplifa með þessa fæðingu var að allt í einu vorum við miklu meira við stjórnvölinn heldur en áður, konan mín var ekki einhver sjúklingur sem átti helst að liggja uppí rúmi heldur var hún virkur þátttakandi í þessu ferli.  Við vorum að gera þetta á „heimavelli" og í okkar umhverfi  Einnig var það mjög sérstak miðað við fyrri fæðingu að um einni klukkustund eftir fæðinguna var konan mín búin að fara í sturtu og var öll hin hressasta og varla að sjá að hún væri nýbúin að fæða 15 marka strák.

Þriðja barnið
Þegar við komumst að því að við ættum von á þriðja barninu þá kom ekkert annað til greina hjá okkur en að fæða heima aftur.  Aftur fengum við Áslaugu með okkur og einnig vinkonu okkar sem er hjúkrunarfræðingur og hefur hug á að fara í ljósmæðranám.  Þá var einnig systir mín og eldri sonur okkar (9 ára) viðstaddur.  Aftur vorum við með uppblásna barnalaug til að lina verkina ásamt því að hafa kertaljós í herberginu og reyndum að gera stemninguna eins huggulega og hægt var.  Þessi fæðing gekk líka mjög vel þó að hún hafi verið aðeins lengri en sú fyrri.  Um 19:26 kom dama í heiminn.  Aftur var konan mín hress mjög fljótt og var komin í sturtu stuttu seinna og fylgdi Áslaugu og gestum til dyra.  Einnig var það gaman að sjá viðbrögð eldri sonar okkar við því að vera viðstaddur fæðinguna en hann er gífurlega montinn af litlu systur sinni.

Ástæða þess að ég skrifaði þessar línur var sú að það eru ákveðnir fordómar gagnvart heimafæðingum.  Það eru margir og þar á meðal sumir læknar sem telja að fæðing sé einhvers konar „sjúkdómsástand" og eigi því bara að eiga sér stað á spítölum.  Hið rétta er hins vegar að fæðing er jú eðlilegasti hlutur í heimi. Auðvitað verður ákveðið öryggi að vera til staðar og það má aldrei taka neina áhættu og það er heldur ekki gert.  Ef fyrri fæðingar hafa ekki gengið vel eða ef meðgangan hefur ekki gengið vel þá kemur heimafæðing oftast ekki til greina.  Einnig taka ljósmæðurnar sjálfar ekki neina áhættu ef fæðingin gengur ekki vel heldur kalla til sjúkrabíl og fara á spítala.

Ljósmæður eins og Áslaug, sem bjóða sig fram í heimafæðingar eiga hrós skilið að vilja standa í þessu.  Þær eiga fyrst og fremst þetta hrós skilið vegna þess að þær eru að gefa fjölskyldum og verðandi mæðrum val á hvernig þær vilja hátta fæðingum sinna barna.  Það er þessi valkostur sem er einmitt svo jákvæður við heimafæðingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir

Snilld  ætla að kíkja í blaðið og skoða

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 9.5.2007 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geir G
Geir G

Þrjátíu og eitthvað ára, giftur og 3ja barna faðir.  Ætla að skrifa hérna mínar skoðanir sem eru ekki endilega þær réttu, en þær eru mínar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 267

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband