14.5.2007
Bíla"salar"
Ég hef átt nokkur afskipti af "sölumönnum" á bílasölum síðustu vikur en ég var að selja bílinn minn og reyna að kaupa nýja bíla. Vil þó taka fram að ég keypti bíl af Brimborg (mazda) og þar fékk ég mjög góða þjónustu, en er enn að leita að öðrum bíl til viðbótar.
Þetta byrjaði á því að ég reyndi að selja bílinn minn og lét hann standa á bílasölu. Í eina skiptið sem ég heyrði frá þeim var þegar aðili sýndi því áhuga að setja Toyota Yaris uppí bílinn minn og ég sagðist endilega vilja fá tilboð. Ég þurfti svo að reka á eftir tilboðinu daginn eftir en aldrei kom það. Starfsmaðurinn sagðist vera að vinna í þessu en að lokum tók ég bílinn af sölu og seldi hann í gegnum smáauglýsingarnar.
Því næst fór ég að leita mér að bíl. Fann bíl á einni bílasölu og bað viðkomandi bíla"sala" um að láta mig vita hvenær ég gæti skoðað hann þar sem að bíllinn var ekki á staðnum. Aldrei heyrði ég í honum. Þá fann ég annan spennandi bíl á annari sölu og bað um að það yrði haft samband þegar bíliinn væri kominn þar sem að hann var ekki heldur á sölunni. Ekkert heyrðist. Ég hringdi því aftur og bað um þetta aftur en enn hefur ekkert heyrst. Þá bað ég enn eina bílasöluna, í þetta skiptið vel þekkt umboð hér í bæ um að gera mér tilboð í bíl með ákveðnum aukahlutum. Ekkert heyrt enn (2 vikum síðar)
Því finnst mér rangnefni að kalla þessa starfsmenn sölumenn þar sem að þeir eru alls ekki að selja, amk ekki þessi starfsmenn á þeim fjórum bílasölum sem ég hef leitað til. Er það nokkur furða að bílasölurnar séu fullar af bílum?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Af mbl.is
Íþróttir
- Fram - Stjarnan, staðan er 32:22
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
- Landsliðskonan öflug í tapi
- Slóveninn að glíma við meiðsli
- Fyrrverandi landsliðsmanni hraðað á sjúkrahús
- Rannsaka enn mál dómarans
Athugasemdir
Það er bara allt í kringum bíla leiðinlegt , að kaupa bíla, selja bíla og sérstaklega að þrífa bíla....Hver fann eiginlega upp á þessum ferlíkum
Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, 15.5.2007 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.