Strætóferð

Fyrir þá sem hafa ekki efni á að fara til útlanda geta núna upplifað það á ódýran máta.  Fara í smá strætóferð.  Flestir strætóbílstjórarnir eru útlenskir og margir farþegarnir líka.  Við fjölskyldan fórum í smá strætóferð í dag og vorum þau einu í strætónum sem töluðum íslensku.  Okkur fannst við vera komin til útlanda Smile

 Annars ákvað konan mín að fara með tvö yngstu börnin um daginn í strætóferð og sækja elsta strákinn.  Þetta var svona meira gert til gamans og til að brjóta upp daginn.  Þau fóru sem sagt í strætóinn við Fjörð og ætluðu að fara með honum upp í Ásland sem ætti að vera um 10 mín ferð.  Hún spurði strætóbílstjórann (sem var útlenskur) hvort að strætóinn færi ekki örugglega upp í Ásland og hann jánkaði því.  Þegar strætó var búinn að fara á Álftanesveg og var á leið á Vífilstaði þá ákvað konan mín að spyrja aftur og jú strætóbílstjórinn jánkaði því að hann væri að fara í Ásland.  Þegar þau svo stoppa á skiptistöðinn í Garðabæ þá horfir strætóbílstjórinn mikið á konuna mína og gaf til kynna að þau væru kominn.  Konan var ekki alveg sammála því og sagði að þetta væri Ásgarður en ekki Ásland.  Þá sagði strætóbílstjórinn bara "ég pása 20 mín".  Grin

Konan mín fór því úr strætó eftir þessa líka fínu skoðunarferð, fann réttan strætó og var kominn á áfangastað eftir um 40 mín í stað 10 mín. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir !

Bara enn eitt dæmið, um þá óværu; sem íslenzkt samfélag er að verða. Ekki nema von, að stór hluti Íslendinga hampi illfyglinu, og varmenninu, frjálshyggju- og einkavæðingarstjóranum Geir H. Haarde og hans stássi öllu.

Mun reyna mjög, á þolrif okkar þjóðernissinna; á komandi árum.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geir G
Geir G

Þrjátíu og eitthvað ára, giftur og 3ja barna faðir.  Ætla að skrifa hérna mínar skoðanir sem eru ekki endilega þær réttu, en þær eru mínar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband