22.5.2007
Spennandi
Já það verður spennandi að sjá hverjir fá ráðherrastól. Það er örugglega ekki auðvelt valið, passa þarf hlut karla og kvenna og einnig þarf að huga að því að aldursskipting sé rétt.
Ég er einn af þeim sem kýs frekar einstaklingana heldur en flokka. Það eru einstaklingarnir sem eiga að framfylgja stefnum flokkanna og því þarf maður jú að treysta einstaklingnum. Katrín Júl er helsta ástæðan fyrir því að ég kaus Xs í kraganum og ég vona því að hún fái tækifæri til að láta ljós sitt skína.
Ágúst Ólafur er einnig rísandi stjarna í samfylkingunni ásamt því að vera auðvitað varaformaður og ætti því að fá stól líka.
Össur og Ingibjörg fá að sjálfsögðu sinn hvorn stólinn og þá er spurning hve margir stólar það eru til viðbótar til að spila úr. Nokkrir fleiri hljóta að banka á hurðina eins og Gunnar Svavarsson, Jóhanna, Kristján Möller og Björgvin G
Formenn ræða við þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vona samt að það komist þó Samfylkingarfólki í velferðarmálin, þarf aðeins að skrúfa upp Human touchið í þessum málaflokki.
Ásgeir Helgi Ásgeirsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.