Húsgagnaverslanir

Nú styttist í að við fáum afhenta eignina sem við erum að kaupa.  Konan heimtar að það verði keypt ný húsgögn og þá helst sófasett.  Helstu rökin hennar fyrir því er að eignin er þó nokkuð stærri og því vantar okkur fleiri húsgögn.  Hún er ekki alveg að kaupa það hjá mér að hafa bara meira bil á milli húsgagnanna.

26052007(001)Við fórum því í smá leiðangur um húsgagnaverslanir í dag og komumst að því að það eru bara til tvær gerðir húsgagnaverslana, annars vegar sú sem selur svört og hvít húsgögn og svo hin gerðin sem selur brún húsgögn.  Míra og Tekk falla t.d. undir síðari flokkinn.  Það eru ekki neitt voðalega mörg ár síðan maður hló mikið að Austin Powers og hallærislegu fötunum hans og húsgögnum.  Núna er hins vegar verið að selja húsgögn sem að hann myndi falla fyrir og það á fáránlegum verðum. 

Það var ekki óalgengt að sjá sófasett á yfir hálfa milljón, já hálfa milljón.  Við fundum þó 3ja sæta sófa sem var á tæpa 1,1 milljón (var að vísu á 30% afslætti eða um 700 þús).  Einnig sáum við flott sófasett sem okkur gat hugnast að kaupa en það var 3+1+1 og kostaði um 700 þúsund.  700 þúsund fyrir eitt sófasett???   Er það saumað með gullþræði????

Við sáum líka 1 stk stól sem kostaði 240 þúsund, þessi hvíti hérna fyrir ofann (fyrirgefið að þetta sé ekki í fókus)

Maður þarf kannski bara að leita í góða hirðinn Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ vertu ekki að þessu væli, hefur vel efni á þessu... alltaf sama saga með ykkur landsbyggðarmenn, þurfið alltaf að sjá það neikvæða. Svo hunskastu út í búð og keyptu það sem konan þín segir þér;)

Ásgeir Helgi Ásgeirsson (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geir G
Geir G

Þrjátíu og eitthvað ára, giftur og 3ja barna faðir.  Ætla að skrifa hérna mínar skoðanir sem eru ekki endilega þær réttu, en þær eru mínar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband