Færsluflokkur: Bloggar

Já EN

Þeir eru að lækka þetta vegna þess að gjaldmiðill þeirra veiktist en okkar´..........

Þeir eru að lækka þetta vegna þess að verðbólgan hjá þeim hefur aukist en hjá okkur .............

Þeir eru að lækka þetta vegna þess að efnahagsástandið hjá þeim er að versna en hjá okkur.........

Merkilegt hvað öll lönd í kringum okkur virðast grípa alltaf til þveröfugra aðgerða heldur en okkar ríkisstjórn og Seðlabanki gera.  það hlýtur bara að vera að allir aðrir hafi rangt fyrir sér Wink


mbl.is Stýrivaxtalækkun í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll egg í sömu körfu

Já og núna er greinilega rétti tíminn fyrir íslendinga að  fjölga álverum á Íslandi.  Endilega byggjum í Helguvík, Húsavík og stækkum í Hafnarfirði.  Held að þessi frétt hljóti að sýna að það borgi sig ekki fyrir okkur að setja öll eggin í sömu körfu.

Verum nú einu sinnu gáfuleg og reynum að veðja á fleiri atvinnuvegi.


mbl.is Alcoa segir upp 13.500 manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankastjórar

Hvað þarf að ganga á til þess að þessir ágætu menn verði látnir taka pokann sinn.  Vissulega eru þetta erfiðir tímar en þeim mun meiri þörf er á hæfum einstaklingum þarna inn og þessir menn hafa einfaldlega sýnt það að þeir eru ekki vandanum vaxnir.
mbl.is Ekki hægt að halda gengi föstu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Lærðu að hlusta
Þú lærir aldrei neitt á því að hlusta á sjálfan þig tala.


(Óþekktur höfundur)


Spakmæli dagsins

Notaðu hæfileika þína, þvi að skógarnir myndu verða hljóðir ef engir fuglar syngju
nema þeir bestu.

(Óþekktur höfundur)


Áfram Haukar

Ég var með Haukum á Shellmótinu.  Frábært mót í alla staði og ekki var verra að Haukar spiluðu til úrslita um 3 bikara, unnu 2 bikara en eftir frækilega baráttu þá urðu þeir að lúta í lægra haldi um þann 3ja.

10 ára guttar sem voru himinlifandi með mjög skemmtilegt mót sem á örugglega eftir að lifa í minningu drengjanna um ókomna tíð.


mbl.is FH fékk aðalverðlaunin á Shellmótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið græðir

Ok ef við skoðum þessa frétt aðeins nánar og gefum okkur að hún sé rétt þá er að alveg ljóst að það er bara ríkið sem er að græða á hækkun á eldsneytisverði.  Ríkið fær jú fasta kr tölu af ýmsum gjöldum en svo fá þeir virðisaukaskattinn sem er stighækkandi.   Þannig fékk ríkið í formi virðisaukaskatts um 25 kr þegar líterinn kostaði 125 krónur en fá 36 krónur þegar líterinn er á 185 kr!!!

Annað sem mér finnst athyglisvert er að þarna voru olíufélögin að fá 78% framlegð af bensínsölu.  Það er fyrir utan mjög háa framlegð sem þeir fá líklega af sölu á sælgæti,  veitingum og annarri vörusölu.   Í dag fá þeir "bara" 46%


mbl.is Innkaupsverð á bensíni hefur hækkað um 59%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágkúra eða óhóf???

Ég hef áður skrifað um þennan ferðamáta hæstvirts forsætisráðherra og ég stend við það að mér finnst þetta gífurlega röng skilaboð til að senda á þessum tíma.

Einnig verð ég að segja að það ætti að reka aðstoðarmann eða PR mann Geirs H. Haarde.  Ef það er raunin að verðmunurinn sé mjög lítill þá verður að sýna það svart á hvítu.  Ég get vel unnt þeim að ferðast á þennan máta ef að verðmunurinn á því er mjög lítill því að tími okkar ráðamanna er mjög dýrmætur.  Ef hins vegar verðmunurinn er mikill þá er þetta algjört bruðl og ábyrgðarleysi af hálfu þessara ágætu ráðherra og mitt atkvæði fer annað næst.


mbl.is Lágkúra eða óhóf og bruðl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karl-kven orðabók

THINGY (thing-ee) n.
Female: Any part under a car’s hood.
Male: The strap fastener on a woman’s bra.

VULNERABLE (vul-ne-ra-bel) adj.
Female: Fully opening up one’s self emotionally to another.
Male: Playing football without a cup.

COMMUNICATION (ko-myoo-ni-kay-shon) n .
Female: The open sharing of thoughts and feelings with one’s partner.
Male: Leaving a note before taking off on a fishing trip with the boys.

COMMITMENT (ko- mit-ment) n.
Female: A desire to get married and raise a family.
Male: Trying not to hit on other women while out with this one.

ENTERTAINMENT (en-ter-tayn-ment) n.
Female: A good movie, concert, play or book.
Male: Anything that can be done while drinking beer.

FLATULENCE (flach-u-lens) n.
Female: An embarrassing byproduct of indigestion.
Male: A source of entertainment, self-expression, male bonding.

MAKING LOVE (may-king luv) n.
Female: The greatest expression of intimacy a couple can achieve.
Male: Call it whatever you want, just as long as we do it.

REMOTE CONTROL (ri-moht kon-trohl) n.
Female: A device for changing from one TV channel to another.
Male: A device for scanning through all 375 channels every 5 minutes


Um mótmæli

Mér finnst umræðan um þessi mótmæli vera á villigötum.  Það er verið að ræða um hvort og hvaða rétt hinir og þessir hópar hafa til að mótmæla.  Eigum við ekki að fagna því þegar það eru hópar sem taka sig til og mótmæla þegar þeim finnst vera yfir sig gengið.  Við megum ekki láta þessi mótmæli koðna niður með einhverju rugli.

Einnig eru sumir sem segja að jú þeir séu hlynntir þessum mótmælum en bara ef það bitni ekki á hinum almenna borgara.  Ef að trukkabílstjórar og jeppamenn myndu nú fara þangað sem enginn er til að mótmæla (til að trufla engann) þá væru jú engar umræður um þessi mótmæli því að enginn myndi taka eftir þeim. 

Ég er hlynntur þessum mótmælum og mér finnst líka að við séum rétt að byrja.  Ég hvet þessa ágætu bílstjóra til að halda þessu áfram og einnig að vera nógu fjólbreyttir í þessu.  Ekki bara loka gatnamótum miklubrautar og Kringlumýrabrautar heldur líka fara fyrir utan viðkomandi ráðuneyti, Alþingishúsið, heim til ráðherra og svo væri ég líka til í að sjá þá loka nokkrum bensinstöðvum annað slagið.  Það má ekki gleyma því að þeir eru og hafa verið að taka okkur í ......... 

 Á meðan á þessu stendur þá ferðast ég um með bók í bílnum.


mbl.is Loka fyrir umferð olíubíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Geir G
Geir G

Þrjátíu og eitthvað ára, giftur og 3ja barna faðir.  Ætla að skrifa hérna mínar skoðanir sem eru ekki endilega þær réttu, en þær eru mínar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband