Færsluflokkur: Bloggar

Við mótmælum öll?

Ég mætti á Austurvöll síðastliðinn laugardag til að mótmæla og var hluti af miklum meirihluta mótmælenda sem henti engu.

Ég var að ræða við einn kunningja minn sem ætlaði ekki að mæta og fannst það eitthvað tilgangslaust og að stjórnarandstaðan yrði hvort eð er ekkert betri.

Mér finnst þetta ekki snúast endilega um það að fá nýja ríkisstjórn heldur bara að fá einhvern til að nota aðgerðir sem virka.

Mig langar því til að spyrja þá sem ekki mættu á laugardaginn nokkurra spurninga.

  • Hafa lánin ykkar ekki hækkað á undanförnum 2-3 árum og í sumum tilfellum um tugi prósenta?
  • Hefur hrein eign ykkar í fasteigninni ykkar ekki hrunið og í sumum tilfellum gufað upp?
  • Hafa skattarnir hjá ykkur ekki hækkað?
  • Hafa miklar vöruhækkanir ekki átt sér stað í kringum ykkur?
  • Er verðbólgan hjá ykkur ekki langt yfir viðmiðunarmörkum Seðlabankans?

Ég myndi svara þessu öllu játandi og þess vegna mótmæli ég.  Til að sýna stjórnvöldum að núverandi aðgerðir þeirra virka hreint ekki og því ber að hætta þeim og reyna eitthvað annað.

Ríkisstjórnin þarf að:

Hætta að tengja lánin mín við vöruhækkanir og skattahækkanir

Hætta að hækka skatta sem hafa sýnt sig að draga úr neyslunni og skila minna en ella í ríkiskassann

Hætta að hafa bæði belti og axlabönd á lánunum mínum (verðbætur).

Það virkar ekki að tuða yfir þessum hlutum við eldhúsborðið heima.  Jóhanna og Steingrímur heyra ekki í ykkur þar.


Atlantsolíudagur

Í dag var heilsíðuauglýsing í fréttablaðinu þar sem auglýstur var 5 kr afsláttur fyrir handhafa dælulykils hjá Atlantsolíu. Já 5 kr.  Þegar olíufyrirtækin auglýsa svona finnst mér alltaf eins og þeir geti alveg eins skrifað í auglýsinguna:

"Kæru viðskiptavinir, þið eruð fífl".

Er fólk virkilega að hlaupa til og taka undir þessi földu skilaboð hér að ofan.  5 kr afsláttur er, eins og verðið er í dag, 2,2% afsláttur af Dísel og 2,3% afsláttur af Bensíni.  Og til að fá þennan afslátt er jafnvel ætlast til þess að við leggjum krók á okkur þennan dag og fyllum á tankinn.

Ég get rétt ímyndað mér neikvæðu umfjöllunina ef Hagkaup myndi auglýsa á svipaðan hátt:

Aðeins í dag fyrir viðskiptavini Hagkaupa.  2,3% afsláttur af öllum fatnaði.  Grípið tækifærið, aðeins þennan eina dag.  

Verðdæmi:

Gallabuxur:  Verð áður 14.900 kr.  Verð núna 14.557,3 kr


Mótmæli 17 janúar 2011

Það er voðalega ríkt í okkur íslendingum að segja að það þýði ekkert að mæta á mótmæli „það breytist ekkert hvort eð er“.  Þess í stað sitjum við heima, á kaffistofum og í saumaklúbbum og kvörtum yfir því að það breytist aldrei neitt hérna.

 

Við síðustu öflugu mótmæli lofaði ríkisstjórnin bót og betrun.  Hún tók sér því næst margar vikur í að koma með „öflugan“ aðgerðarpakka til bjargar heimilinum.  En niðurstaðan var því miður sú að hann varð ansi fátæklegur og í raun mest lítið nýtt í honum.  Þau höfðu sem sagt bara tekið þær lausnir sem þegar voru í boði í bankakerfinu og dustað af þeim rykið.  Það var í raun ekki nema von þar sem að ríkisstjórnin lagði mikla áherslu á að bankarnir yrðu með í þessari lausn.  Já sömu bankar og komu okkur í þessi vandræði.

 

Ég ætla mér að mæta á næstu mótmæli og sýna þessari ríkisstjórn að ég sé búinn að fá nóg.  Búinn að fá nóg af aðgerðaleysi, skattpíningu og spillingu.  Þá þetta margumtalaða nýja Ísland er nefnilega ekkert nýtt.  Það er bara búið að skipta um föt.  Núna eru það vinstri menn sem eru með spillinguna, ráða vini sína í góð störf og borga svo himinhá laun í bankana.  Þeir pössuðu sig hins vegar á að gera ekki sömu mistök og aðrir og eru því ekki að borga bankastjórunum þessi himinháu laun.  Nei nú eru það skilanefndir svokallaðar sem fá þessi laun.  Við heyrum fréttir af 58 milljónum og 63 milljónum á ári, já á ári.  Þetta gera um 5 milljónir á mánuði.

 

Ég vil spyrja ykkur lesendur góðir nokkurra spurninga.

 

Finnst þér aðgerðarpakki ríkisstjórnar til bjargar heimilum eða fyrirtækjum í landinu góð lausn? 

 

Finnst þér skattastefna ríkisstjórnarinnar réttlát og góð? 

 

Ertu sátt(ur) við himinhá laun í skilanefndum bankanna? 

 

Ef svarið við eitthvað af þessum spurningum er nei þá átt þú að mæta á Austurvöll 17 janúar nk og láta í þér heyra.


Borgarahreyfingin

Þetta finnst mér fádæma vitleysa hjá Borgarahreyfingunni.  Hreyfingu sem er ekki með neinn þingmann og mistókst greinilega algerlega sitt ætlunarverk.

Ef að menn gerast brotlegir við lög á Íslandi, sérstaklega með ofbeldi, þá á að kæra þá.  Það voru miklu fleiri sem stóðu sína vakt og mótmæltu friðsamlega.  Það að bera saman þessa ákæru og svo þá vinnu sem verið er að vinna varðandi hrunið og svokölluðu útrásarvíkinga er bara rugl.  Það sér það hver maður að það hlýtur að taka miklu, miklu lengri tíma að rannsaka útrásarvíkingana heldur en þessa ofbeldismenn sem komu mönnum sem voru að vinna sína vinnu á örorku.

Annars finnst mér útrásarvíkingar alltof flott heiti á þessa glæpamenn sem virðast hafa átt stærstan hluta í þessu hruni.  Finnst slæmt að draga okkar góðu forfeður víkingana inní þetta.  Finnst nær að nota "skrúðkrimmar" eins og Páll Óskar gerði í áramótaskaupinu.

Skrúðkrimmar getur þá verið samheiti yfir þessa fjármálamenn sem komu okkur á kaldan klaka en einnig yfir stjórnmálamennina alla sem gjörsamlega sváfu á vaktinni og eru margir hverjir ekki enn vaknaðir.


mbl.is Ekki fræðimanns að leggja mat á ákærur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjánalegt

Þetta þykir mér kjánalegt.  Það var búið að kjósa um þetta mál og þá á það að vera nóg.  Geta svo þeir sem verða ekki sammála þessum niðurstöðum ekki einfaldlega gert annan undirskriftalista og þá kjósum við aftur ( í 3ja sinn) um þetta??
mbl.is Kosið að nýju um stækkun álvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðblinda?

Já Sigurði Einarssyni finnst hann greinilega hafa staðið sig svo vel í starfi að hann eigi meira að segja inni laun hjá Kaupþing. 

Þetta þykir mér skýr merki um siðblindu.  Sér hann virkilega ekki reiðina í þjóðfélaginu sem er tilkomin vegna þess hvernig hann og aðrir menn höguðu sér?


mbl.is Sigurður gerir launakröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurvakið blogg

Jæja nú þarf maður að reyna að viðhalda þessu bloggi eitthvað.  Af nógu er að taka í þjóðfélaginu þessa dagana.

Að þurfa á niðurfellingu að halda

Gylfi segir að þeir sem þurfa ekki á niðufellingu að halda myndu hagnast á því að fá þessa niðurfellingu á meðan það myndi bitna á þeim sem í raun þurfa á því að halda.

Það er gott og blessað en hverjir þurfa í raun á því að halda.  Þarf einstaklingur á niðurfellingu að halda sem rétt nær að borga af öllum lánum í dag en allt sem hann lagði í sína fasteign (30-35% af markaðsvirði þá) er um það bil að gufa upp.   Ég er hræddur um að þessi einstaklingur eða fjölskylda falli ekki undir þá skilgreiningu Gylfa að þurfa á því að halda.

Ríkisstjórnin núverandi og fyrrverandi hefur nefnilega gerst sek um að mismuna allhressilega þeim sem hafa verið að spara sína peningar.  Sumir hafa sparað sína peninga með því að leggja þá inní banka og fjárfesta þannig á meðan aðrir hafa verið að spara með því að "fjárfesta" í fasteignum.  Öðrum hópnum var tryggt að þeirra peningur myndi haldast að mestu leyti á meðan hinn hópurinn hefur tapað stórum hluta og jafnvel öllu sínu sparifé sem það lagði í fasteignina sína.

 


mbl.is Almenn afskrift skulda ekki skynsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri??

Já mér finnst þetta nokkuð stórar tölur en ég spyr:  Getum við ekki þjóðnýtt Bláa Lónið og látið tekjurnar af því hjálpa okkur á þessum erfiðu tímum.  Ef við förum í einfaldan útreikning þá lítur þetta svona út og athugið að þetta er bara fyrir aðgangseyri og þá eru ótaldar tekjur fyrir matinn eða aðra þjónustu sem er í boði þarna

Júlí mánuður: 
73.800 gestir = 295 milljónir í veltu

Fyrstu 7 mánuðir:
251.878 gestir = rétt rúmur milljarður í veltu eða 1.007.512.000 kr

Ef við áætlum svo árið miðað við heimsóknartölur fyrstu 7 mánuði:
431.790 gestir = 1,7 milljarður í veltu eða 1.727.163.429 kr

 


mbl.is Fleiri Íslendingar í Bláa lónið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja Ísland

Er þetta nýja Ísland sem við viljum að börnin okkar taki við.  Er þetta virkilega það land sem við viljum búa í.  Þar sem að ofbeldi og líkamsárásir þykja eðlilegar og gífurleg vanvirðing gagnvart lögreglumönnum sem eru eingöngu að vinna sína vinnu.

Ég segi fyrir mitt leyti að ég er hlynntur því að við mótmælum og látum í okkur heyra en um leið og þetta snýst í skrílslæti og ofbeldi þá skammast ég mín fyrir þetta.

 


mbl.is Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Geir G
Geir G

Þrjátíu og eitthvað ára, giftur og 3ja barna faðir.  Ætla að skrifa hérna mínar skoðanir sem eru ekki endilega þær réttu, en þær eru mínar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband