Áróður

Jæja þá eru tveir dagar í þessar mikilvægu kosningar um stækkun álversins í Hafnarfirði.

Það er dálítið merkilegt að skoða Fjarðarpóstinn í dag en þar eru ansi margar greinar skrifaðar, bæði með og á móti.  það sem er þó merkilegt er að þeir sem eru á móti stækkun eru hinir og þessir, bæði ungir og aldnir en hins vegar þeir sem eru hlynntir eru næstum undantekningarlaust starfsmenn Alcan eða félagsmenn í Hagur Hafnarfjarðar.  Sem sagt þeir sem eru hlynntir stækkun hafa bein tengsl, fjárhagsleg, við álverið.

Ég vona að íbúum Hafnarfjarðar verði skynsamir og hafni þessari stækkun.  Mikið hefur verið talað um fjárhagslegan ávinning íbúa og sýnt hefur verið fram á að þessi ávinningur sé um 4.000 til 8.000 kr pr íbúa.  Þá er ekki tekið tillit til verðbólgu og þensluaukningar sem stækkun álvers mun hafa skv. greiningardeild Kaupþings.  Þá er heldur ekki tekið tillit hvaða áhrif þessi stækkun mun hafa á eftirspurn og verð á fasteignum á Völlum, Áslandi og Holtinu.

 Verum skynsöm, segjum Nei á laugardaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geir G
Geir G

Þrjátíu og eitthvað ára, giftur og 3ja barna faðir.  Ætla að skrifa hérna mínar skoðanir sem eru ekki endilega þær réttu, en þær eru mínar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 266

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband