Óþreyttur

Sjáið bara hvað Geir Haarde lítur vel út á þessari mynd enda nýlentur með einkaþotunni.  Ekki hægt að bjóða honum uppá að vera örþreyttur eftir að þurfa að fljúga með Icelandair eða Iceland Express.  Nei ég meina hvað eru nokkrar milljónir á milli vina?  Það er ekki eins og það sé samdráttur.

Mér finnst þessi ferðamáti hjá okkur hæstvirtu ríkisstjórn fyrir neðan allar hellur.  Þetta eru einfaldega röng skilaboð að senda á þessum síðustu og .........

 


mbl.is Evrópu ekki skipt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný gerð öryggisbelta

Þetta hlýtur að þrælvirka Smile

906


Loftbelgur

Maður í loftbelg sá að hann var að missa hæð. Hann tók eftir konu á jörðinni, lækkaði flugið aðeins402px-Hot_air_ballon_chalco meira og kallaði til hennar: Afsakið, geturðu hjálpað mér? Ég lofaði að hitta vin minn fyrir klukkutíma, en veit ekki hvar ég er.

Konan svaraði: Þú ert í loftbelg sem svífur í 10 metra hæð, milli 40. Og 41. Norðlægrar breiddargráðu og milli 59. Og 60. Festlægrar lengdargráðu.

Þú hlýtur að vinna við tölvur, sagði loftbelgsmaðurinn.

Það geri ég, svaraði konan. Hvernig vissirðu það ?

Nú, svaraði maðurinn, allt sem þú sagðir mér er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um hvaða gagn er af þeim upplýsingum, og reyndar er ég enn villtur. Satt að segja þá hefur ekki verið mikil hjálp að þér. Ef eitthvað er þá hefurðu helst tafið ferð mína.

Konan svaraði: Þú hlýtur að vinna við stjórnun.

Já, sagði maðurinn. En hvernig vissir þú það?

Nú, sagði konan, þú vissir hvorki hvar þú ert né hvert þú ert að fara. Eintómt loft hefur komið þér þangað upp sem þú ert. Þú gafst loforð sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að efna og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi þín vandamál. Reyndar ertu í sömu stöðu og þegar við hittumst, en nú er það einhvern veginn mín sök.


Dusseldorf

Rhine TowerÉg er staddur í Dusseldorf á vörusýningu og sit núna upp á hótelherbergi  og læt mér leiðast.  Fór í smá göngutúr áðan og fór þá m.a. upp í Rhine Tower sem er útsýnisturn og veitingastaður efst.  Útsýnisturninn er í 168 metra hæð og gluggarnir halla fram þannig að þegar maður hallar sér á þá þá sér maður beint niður og það er ekkert fyrir nema glerið.  Smá scary Smile

Annars er þetta mjög áhugaverð sýning og það verður gaman að reyna að nýta eitthvað af þessum nýjungum í núverandi verkefni mínu.

kv
Geir G

 


Hvað um Ísland

Af hverju eru Íslendingar ekki búnir að viðurkenna Kosovo?  Einu sinni vorum við fyrst landa að viðurkenna rétt annarra þjóða til að lýsa yfir sjálfstæði.  Hvar er Ingibjörg núna??


mbl.is Bretar, Frakkar, Ítalar og Þjóðverjar viðurkenna Kosovo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt sem þarf að laga

Vona að stjórnvöld fari nú að gera eitthvað til að bæta ástandið hérna.  Finnst þó ekki nóg að hækka persónuafsláttinn aðeins.  Nóg öðru er af að taka

  • Lækka bensínálögur
  • Lækka vörugjöld og tolla
  • Bæta ástandið í bankamálum þannig ofurvextir á neytendur og alltof há þjónustugjöld lækki.
  • Beita sér fyrir lækkun á mataverði á annan hátt en lækkun vsk á matvæli en það hefur sýnt sig að sú leið virkar hreint ekki.
  • Koma að launabaráttu kennara og leikskólakennara þannig að það verði ekki enn meiri flótti úr þeim stéttum.  Það mun einfaldlega hafa margföldunaráhrif í framtíðinni.

Auðvitað er af miklu meiru að taka en þetta er svona það sem mér finnst efst á forgangslistanum í dag.

kv

Geir G


mbl.is Aftur í Karphúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upprisa

Jæja, þá ætla ég að reyna að endurvekja þetta blogg hjá mér.  Ég skil rithöfunda vel og ritstíflur þeirra en það koma dagar, ansi margir undanfarið, þar sem manni dettur bara ekki drulla í hug að skrifa inná þetta blogg.

Já, núna skipti ég um vinnu í síðustu viku eftir næstum því samfellt 10 ára starf hjá Hans Petersen.  Tók þarna smá hliðarskref í 3 mánuði.  Nú hef ég hins vegar hafið störf hjá EJS og líst alveg helv... vel á það.  Þekki aðeins til þessa fyrirtækis bæði hef verið að versla við það og svo vinnur hann vinur minn Ásgeir þarna og hefur gert í nokkur ár.

Já, vona að ég verði duglegri að blogga hér eftir.

kveðja


Forgangsröðun

Þetta kemur ekki á óvart, þ.e. ástandið í skólamálum í dag.  Vantar mikið af leikskóla - og grunnskólakennurum í flest sveitarfélög.  Grunn og leikskólastarfsmenn eru búnir að vara við þessu í langan tíma, þ.e. að þessi lágu laun munu ekki trekkja nógu marga að til að sinna þessum störfum.

Ástæðan fyrir því að þetta er sérstaklega vont í leikskólum er sú að það er einfaldlega teknir inn færri krakkar ef það fást ekki nægjanlega margir starfsmenn.  Það er hins vegar ekki hægt í grunnskólum og því er eina lausnin þar að ráða inn ófaglært starfsfólk.

Það er okkur ekki til sóma að bjóða þessum stéttum ekki mannsæmandi laun fyrir þessi gífurlega mikilvægu störf.  Það er kominn tími til að sveitstjórnarmenn setji þessi mál efst á listann og fargangsraði þannig rétt.


mbl.is Leituðu til nágranna í neyð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harðari refsingar

Mér finnst að svona afbrot eigi að refsa harðar.  Þó ekki nema að sýna að við viljum ekki búa í þjóðfélagi þar sem að allir eða flestir eru hræddir við að reyna að stoppa afbrotamenn.

Ímyndið ykkur að börnin ykkar lendi í einhvers konar glæpamönnum og að margir gangi fram hjá og reyni ekkert að gera.  Það getur ekki verið þjóðfélag sem við viljum búa við og því segi ég að svona afbrot eigi að taka sérstaklega hart á.


mbl.is Barinn fyrir afskipti af skemmdaverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IKEA

Ikea þarf eitthvað að skoða innkaupamálin hjá sér.  Það er nefnilega ekki nóg að byggja stórt og nýtt hús ef að vörurnar eru svo sjaldan til. 

Það er nefnilega frekar leiðinlegt orðið að "versla" í Ikea, ég set versla í gæsalappir þar sem að vörurnar eru aldrei til.  Við fórum í Ikea um daginn með innkaupalista sem við vorum búin að taka saman úr vörulistanum þeirra.  Sem sagt, kauphitinn hjá okkur alveg í botni og ákvörðunin tekin. 

Við fengum kannski 60% af því sem við ætluðum að kaupa en annars var viðkvæðið alltaf að þetta kemur aftur eftir 2-4 vikur.   Við eina vöruna var okkur meira að segja sagt að þetta kæmi aftur eftir 2 til 13 vikur, já 13 vikur = 3 mánuðir.  Hver bíður eftir húsgögnum í 13 vikur?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Geir G
Geir G

Þrjátíu og eitthvað ára, giftur og 3ja barna faðir.  Ætla að skrifa hérna mínar skoðanir sem eru ekki endilega þær réttu, en þær eru mínar.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 186

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband