Færsluflokkur: Bloggar
30.3.2007
Gott framtak
Já unga fólkið veit sínu viti í Hafnarfirði.
Þetta unga fólk veit að ef við segjum ekki nei þá erum við m.a. að:
- auka mengun
- auka hættuna á meiri verðbólgu og aukinni þenslu
- gera Hafnarfjörð að stærsta álbræðslubæ í Evrópu
- rýra verðgildi fasteigna okkar.
- sjá til þess að stærstu línumannvirki íslandsögunnar verði sett í gegnum 8 sveitarfélög á íslandi
Þetta unga fólk veit líka alveg að risafyrirtækið Alcan mun ekki loka fyrirtæki sem er að skila þeim 4ra milljarða króna í hagnað.
Ekki láta kaupa þitt atkvæði, segjum NEI á morgun
Hafnfirsk ungmenni mótmæla álversstækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007
Áróður
Jæja þá eru tveir dagar í þessar mikilvægu kosningar um stækkun álversins í Hafnarfirði.
Það er dálítið merkilegt að skoða Fjarðarpóstinn í dag en þar eru ansi margar greinar skrifaðar, bæði með og á móti. það sem er þó merkilegt er að þeir sem eru á móti stækkun eru hinir og þessir, bæði ungir og aldnir en hins vegar þeir sem eru hlynntir eru næstum undantekningarlaust starfsmenn Alcan eða félagsmenn í Hagur Hafnarfjarðar. Sem sagt þeir sem eru hlynntir stækkun hafa bein tengsl, fjárhagsleg, við álverið.
Ég vona að íbúum Hafnarfjarðar verði skynsamir og hafni þessari stækkun. Mikið hefur verið talað um fjárhagslegan ávinning íbúa og sýnt hefur verið fram á að þessi ávinningur sé um 4.000 til 8.000 kr pr íbúa. Þá er ekki tekið tillit til verðbólgu og þensluaukningar sem stækkun álvers mun hafa skv. greiningardeild Kaupþings. Þá er heldur ekki tekið tillit hvaða áhrif þessi stækkun mun hafa á eftirspurn og verð á fasteignum á Völlum, Áslandi og Holtinu.
Verum skynsöm, segjum Nei á laugardaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007
Trúverðugleiki
Tel að Íslandshreyfingin missi mikinn trúverðugleika ef þeir ætla sér að fara syngjandi í gegnum þessa kosningarbaráttu. Mér finnst skrítið að þessi flokkur skuli hafa Ómar sem formann og Margréti sem varaformann, það hefði verið eðlilegar öfugt. Þó svo að Ómar sé vel þekktur og almennt mjög vel liðinn þá held ég að flokkurinn hefði fengið meiri pólitískan trúverðugleika með hann sem varaformann.
Íslandshreyfingin vill gera lífið skemmtilegra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2007
Álver eða ekki álver
Hérna er smá grein sem ég skrifaði og birtist í Fjarðarpóstinum í dag.
Álver eða ekki álverHér á eftir eru nokkrar af þeim ástæðum sem orsaka það að ég vil ekki stækkun álversins. Ef þú lesandi góður segir nei við einhverjum af þessum spurningum þá ættir þú líka að segja nei við stækkun álversins þann 31. mars nk.
Nú þegar íbúðarbyggð í Vallarhverfi er orðið að raunveruleika og svo þegar fyrirhuguð íbúðarbyggð sunnan við álverið verður að raunveruleika þá verður það staðreynd að álverið verði staðsett í miðri íbúðarbyggð. Þannig verður Álverið orðið mitt á milli hverfa hjá okkur. Kennileiti fyrir aðrar borgir og bæi eru til dæmis Perlan og Hallgrímskirkja fyrir Reykjavík, Big Ben fyrir London, litla hafmeyjan fyrir Kaupmannahöfn, skakki turninn í Písa, Holmenkollen í Osló og svona mætti lengi telja. Fyrir okkur, íbúa í Hafnarfirði, væri þekktasta kennileitið álverið. Viljið þið hafa álver í miðri íbúðarbyggð og sem okkar þekktasta kennileiti. Ég segi NEI
Eftir stækkun þá verður álverið með framleiðslugetu upp á 460.000 tonn sem verður það stærsta í Evrópu og það stærsta í heimi hjá Alcan. Núna er oft talað um álverið í Straumsvík sem er vissulega réttnefni því það er jú staðsett í Straumsvík. Mér finnst hins vegar réttara að tala um Álverið í Hafnarfirði þar sem að manni finnst jú Straumsvík vera lengra í burtu heldur en Hafnarfjörður. Álverið er vissulega staðsett í Hafnarfirði. Viljið þið vera búsett í bæ sem er þekktur fyrir að vera stærsti álbræðslubær Evrópu? Ekki ég og því segi ég NEI við stækkun álversins.
Frá núverandi íbúðabyggð þá er álverið í um 1.500 metra frá íbúðabyggð á Hvaleyrarholti (1.900 metra frá Hvaleyrarskóla) og 1.700 metra frá íbúðabyggð á völlunum. Álverið verður enn nær Völlunum eftir stækkun. Til samanburðar þá eru um 1.800 metrar frá Hvaleyrarskóla niður í Fjörð, verslunarmiðstöð í miðbæ Hafnarfjarðar, og 2.100 metrar frá íbúðarbyggð á Völlunum niður í miðbæ. Hafið í huga að einmitt vegna nálægðar við íbúðarbyggð var Áburðarverksmiðjunni í Reykjavík lokað
Ég spyr því: Eruð þið hlynnt því að stóriðja sé í aðeins 1,5 km fjarlægð frá næsta íbúðarhúsi? Ég segi NEI.
Nú komum við að máli sem kemur kannski Hafnfirðingum minna við og landsmönnum öllum meira. Við stækkun á álverinu þarf líka að gera ráðstafanir til að koma öllu því rafmagni sem álverið þarfnast til þeirra. Við þær framkvæmdir þarf að búa til stærstu línumannvirki Íslandssögunnar í gegnum átta sveitarfélög á Suðvestur og Suðurlandi. Þeir sem hafa séð álverið í Reyðarfirði og þær verulegu sjónmengun og skemmdir sem línuframkvæmdirnar hafa haft á Skriðdal og nágrenni á Austurlandi hljóta að segja NEI við þessum framkvæmdum hér.
Forsvarsmenn Álversins hafa verið duglegir að sýna fram á að mengun aukist ekki eða réttara sagt aukist minna heldur en stækkunin er. Einnig hafa þeir verið að benda á að skv. mælingum á Hvaleyrarholti þá sé svifryksmengun þar ekki komin frá álverinu. Mikið hefur verið rætt um svifryksmengun í vetur og hefur hún aukist það mikið á höfuðborgarsvæðinu að hún fór nokkrum sinnum yfir hættumörk. Það hlýtur því að vera að með því að þrefalda álverið þá aukist mengunin. Eigum við ekki að vera að vinna í því að minnka mengun í þéttbýli með öllum mögulegum ráðum? Viljum við ekki geta haldið áfram að leyfa ungabörnum okkar að sofa úti á svölum? Við getum barist gegn mengun með ýmsum hætti en einnig með því að segja NEI við stækkum Álversins.
Ég vil að lokum taka það fram að ég hef ekkert á móti því ágæta fólki sem starfar eða hefur starfað í Álverinu. Ég hef heldur enga trú á því að fyrirtæki sem er rekið með góðum hagnaði og er eitt af þeim stærri hjá Alcan verði lokað.
Hafnfirðingar, segjum NEI við stækkun álversins og verum stolt af því að segja við börnin okkar og barnabörnin að við höfum séð til þess að bærinn þeirra sé nú betri bær fyrir vikið.
Höfundur er íbúi í Hafnarfirði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2007
Alvanalegt
Veit nú ekki alveg hvort að þetta er rétti málaflokkurinn til að byrja á. Er það ekki alvanalegt að mismuna neytendum eftir kyni, aldri, búsetu og fleiru.
Bankarnir eru t.d. núna á fulla að mismuna eftir aldri eða stöðu, þ.e. þeir lofa hærra lánahlutfalli ef þú ert að kaupa fyrstu íbúð. Einnig bjóða þeir sömu aðilum að greiða bara vexti fyrstu 5 árin en ekkert af höfuðstólnum, hélt reyndar að það færi ansi lítið af höfuðstólnum hvort eð er en það er önnur saga
Einnig eru neytendum oft mismunað eftir búsetu hvort sem það er á tryggingum, bensíni eða öðrum vörum.
Neytendum mismunað eftir kyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2007
Þjónustugjöld
Glitnir kynnir breytt útibú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sól í Straumi: Fjárhagsleg rök fyrir samþykki stækkunar Alcan brostin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2007
Blogga eins og aðrir
Jæja þá ætla ég að reyna að vera eins og svo margir og blogga um daginn og veginn. Ætla að reyna að vera duglegur og málefnanlegur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)