Færsluflokkur: Bloggar
22.5.2007
Spennandi
Já það verður spennandi að sjá hverjir fá ráðherrastól. Það er örugglega ekki auðvelt valið, passa þarf hlut karla og kvenna og einnig þarf að huga að því að aldursskipting sé rétt.
Ég er einn af þeim sem kýs frekar einstaklingana heldur en flokka. Það eru einstaklingarnir sem eiga að framfylgja stefnum flokkanna og því þarf maður jú að treysta einstaklingnum. Katrín Júl er helsta ástæðan fyrir því að ég kaus Xs í kraganum og ég vona því að hún fái tækifæri til að láta ljós sitt skína.
Ágúst Ólafur er einnig rísandi stjarna í samfylkingunni ásamt því að vera auðvitað varaformaður og ætti því að fá stól líka.
Össur og Ingibjörg fá að sjálfsögðu sinn hvorn stólinn og þá er spurning hve margir stólar það eru til viðbótar til að spila úr. Nokkrir fleiri hljóta að banka á hurðina eins og Gunnar Svavarsson, Jóhanna, Kristján Möller og Björgvin G
Formenn ræða við þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2007
Jákvætt
Þetta er mjög jákvætt framtak og um að gera að auka sýnileika lögreglunnar.
Ég á leið framhjá tveim grunnskólum á morgnana og mér finnst alltaf gott að sjá þegar lögreglan
er að gera sig sýnilega á morgnana. Annað hvort með því að aka um svæðið eða er jafnvel bara "parkeruð" á sýnilegum stað og er að fylgjast með.
Mjög jákvætt.
Litlir lögreglubílar í hverfaeftirliti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007
Strætóferð
Fyrir þá sem hafa ekki efni á að fara til útlanda geta núna upplifað það á ódýran máta. Fara í smá strætóferð. Flestir strætóbílstjórarnir eru útlenskir og margir farþegarnir líka. Við fjölskyldan fórum í smá strætóferð í dag og vorum þau einu í strætónum sem töluðum íslensku. Okkur fannst við vera komin til útlanda
Annars ákvað konan mín að fara með tvö yngstu börnin um daginn í strætóferð og sækja elsta strákinn. Þetta var svona meira gert til gamans og til að brjóta upp daginn. Þau fóru sem sagt í strætóinn við Fjörð og ætluðu að fara með honum upp í Ásland sem ætti að vera um 10 mín ferð. Hún spurði strætóbílstjórann (sem var útlenskur) hvort að strætóinn færi ekki örugglega upp í Ásland og hann jánkaði því. Þegar strætó var búinn að fara á Álftanesveg og var á leið á Vífilstaði þá ákvað konan mín að spyrja aftur og jú strætóbílstjórinn jánkaði því að hann væri að fara í Ásland. Þegar þau svo stoppa á skiptistöðinn í Garðabæ þá horfir strætóbílstjórinn mikið á konuna mína og gaf til kynna að þau væru kominn. Konan var ekki alveg sammála því og sagði að þetta væri Ásgarður en ekki Ásland. Þá sagði strætóbílstjórinn bara "ég pása 20 mín".
Konan mín fór því úr strætó eftir þessa líka fínu skoðunarferð, fann réttan strætó og var kominn á áfangastað eftir um 40 mín í stað 10 mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2007
Bíla"salar"
Ég hef átt nokkur afskipti af "sölumönnum" á bílasölum síðustu vikur en ég var að selja bílinn minn og reyna að kaupa nýja bíla. Vil þó taka fram að ég keypti bíl af Brimborg (mazda) og þar fékk ég mjög góða þjónustu, en er enn að leita að öðrum bíl til viðbótar.
Þetta byrjaði á því að ég reyndi að selja bílinn minn og lét hann standa á bílasölu. Í eina skiptið sem ég heyrði frá þeim var þegar aðili sýndi því áhuga að setja Toyota Yaris uppí bílinn minn og ég sagðist endilega vilja fá tilboð. Ég þurfti svo að reka á eftir tilboðinu daginn eftir en aldrei kom það. Starfsmaðurinn sagðist vera að vinna í þessu en að lokum tók ég bílinn af sölu og seldi hann í gegnum smáauglýsingarnar.
Því næst fór ég að leita mér að bíl. Fann bíl á einni bílasölu og bað viðkomandi bíla"sala" um að láta mig vita hvenær ég gæti skoðað hann þar sem að bíllinn var ekki á staðnum. Aldrei heyrði ég í honum. Þá fann ég annan spennandi bíl á annari sölu og bað um að það yrði haft samband þegar bíliinn væri kominn þar sem að hann var ekki heldur á sölunni. Ekkert heyrðist. Ég hringdi því aftur og bað um þetta aftur en enn hefur ekkert heyrst. Þá bað ég enn eina bílasöluna, í þetta skiptið vel þekkt umboð hér í bæ um að gera mér tilboð í bíl með ákveðnum aukahlutum. Ekkert heyrt enn (2 vikum síðar)
Því finnst mér rangnefni að kalla þessa starfsmenn sölumenn þar sem að þeir eru alls ekki að selja, amk ekki þessi starfsmenn á þeim fjórum bílasölum sem ég hef leitað til. Er það nokkur furða að bílasölurnar séu fullar af bílum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2007
Gott mál
Líst vel á þessi nýju lög og vonandi verður þetta til þess að ökumenn hafi skynsemina að leiðarljósi. Mér finnst að bæjafélögin eigi líka að vinna meira í því að fjölga 30 km hverfum. Það kom ákveðin bylgja í þetta fyrir nokkrum árum en svo lítið meira.
Til dæmis er það í hverfinu sem ég bý að þar sér maður meira að segja strætó vera að keyra of hratt við þá götu sem mörg börn ganga við á leið sinni í skólann. Það þarf að taka þessi mál af mikilli alvöru og þá sérstaklega þar sem börn eru við leik og störf (skóla)
Þarf að taka bílprófið aftur í kjölfar ofsaaksturs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2007
Vilji þjóðarinnar
Ég fór að sofa ansi sáttur um að núna yrðu kannski einhverjar breytingar. Ég tel að ríkisstjórnin sé búinn með sinn tíma og kominn tími á að leyfa öðrum að komast að. Samkvæmt þessum úrslitum er meirihluti þjóðarinnar á sama máli en samt heldur ríkisstjórnin velli.
Þar sem að þetta varð niðurstaðan þá finnst mér eina leiðin til að þjóðin verði nokkuð sátt sé að S og D fari saman í ríkisstjórn. Þá er um 63% þjóðarinnar á bakvið ríkisstjórnina og flestir ættu að verða sáttir. Framsókn þarf á hvíldinni að halda til að vinna í sínum málum og gera upp við sig hver framtíð flokksins er.
Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007
Reynsla af heimafæðingum
Eftirfarandi grein eftir mig birtist í morgunblaðinu í dag.
Mig langaði til að setja niður nokkrar línur og deila með ykkur minni reynslu af heimafæðingum. Við hjónin eigum þrjú börn og þau tvö yngri voru fædd í heimafæðingu. Að okkar mati þá er heimafæðing mjög góður valkostur fyrir foreldra. Einnig mætti gera meira af því að kynna þennan valkost fyrir væntanlegum foreldrum að okkar mati.Fyrsta barnið
Við hjónin fórum þessa hefðbundnu leið með okkar fyrsta barn og fæddum á fæðingardeiild Landspítalans. Sú fæðing fór kannski eins og margar fyrstu fæðingar, en hún var löng og erfið. Allt ferlið tók um 27 klukkustundir og voru um 4 mismunandi ljósmæður okkur til hjálpar. Konan mín fékk bæði glaðloft og mænudeyfingu, þá var stráknum okkar hjálpað út með sogklukku og kom hann út viðbeinsbrotinn sem lagaðist mjög fljótt. Allt þetta ferli var mjög erfitt og var konan mín nokkra daga að jafna sig eftir þetta. Einnig kom til nokkuð ópersónuleg þjónusta á fæðingardeildinni þar sem allt verður að vera eftir þeirra reglum. Rétt er þó að ítreka að þetta er fyrir 9 árum síðan og næsta örugglega hefur margt breyst síðan.
Annað barnið
Þegar það kom að fæðingu númer tvö þá hafði konan lesið sér til um heimafæðingu og langaði mikið til að prófa það. Ég var nú ekkert rosalega hrifinn en þar sem að konan sér jú um alla vinnuna þá fannst mér rétt að hún mætti gera þetta á sínum forsendum. Við settum okkur í samband við Áslaugu Hauksdóttur ljósmóður sem samþykkti að vera með okkur í þessu. Undirbúningurinn fyrir þessa fæðingu var mjög hefðbundinn fyrir utan það að við fengum okkur byggingarplast (til að setja undir lakið) og svo fengum við barnasundlaug og slöngur hjá Áslaugu. Okkur fannst dálítið skrýtið og óþægilegt á meðgöngunni að þeir læknar sem við ræddum við mikið að draga úr okkur og reyna að fá okkur til að hætta við þetta.
Þegar kom að fæðingunni sjálfri þá var hringt í Áslaugu um kl. 17:00 um daginn og hún mætti á staðinn ásamt Guðrúnu Femu ljósmóðursnema. Barnalaugin var tilbúin uppblásin í svefnherberginu og konan mín notaði hana til að lina verkina. Þessi fæðing gekk mjög hratt fyrir sig miðað við þá fyrri en seinni strákurinn okkar kom í heiminn um kl 21 um kvöldið. Það sem mér fannst sérstakt að upplifa með þessa fæðingu var að allt í einu vorum við miklu meira við stjórnvölinn heldur en áður, konan mín var ekki einhver sjúklingur sem átti helst að liggja uppí rúmi heldur var hún virkur þátttakandi í þessu ferli. Við vorum að gera þetta á heimavelli" og í okkar umhverfi Einnig var það mjög sérstak miðað við fyrri fæðingu að um einni klukkustund eftir fæðinguna var konan mín búin að fara í sturtu og var öll hin hressasta og varla að sjá að hún væri nýbúin að fæða 15 marka strák.
Þriðja barnið
Þegar við komumst að því að við ættum von á þriðja barninu þá kom ekkert annað til greina hjá okkur en að fæða heima aftur. Aftur fengum við Áslaugu með okkur og einnig vinkonu okkar sem er hjúkrunarfræðingur og hefur hug á að fara í ljósmæðranám. Þá var einnig systir mín og eldri sonur okkar (9 ára) viðstaddur. Aftur vorum við með uppblásna barnalaug til að lina verkina ásamt því að hafa kertaljós í herberginu og reyndum að gera stemninguna eins huggulega og hægt var. Þessi fæðing gekk líka mjög vel þó að hún hafi verið aðeins lengri en sú fyrri. Um 19:26 kom dama í heiminn. Aftur var konan mín hress mjög fljótt og var komin í sturtu stuttu seinna og fylgdi Áslaugu og gestum til dyra. Einnig var það gaman að sjá viðbrögð eldri sonar okkar við því að vera viðstaddur fæðinguna en hann er gífurlega montinn af litlu systur sinni.
Ástæða þess að ég skrifaði þessar línur var sú að það eru ákveðnir fordómar gagnvart heimafæðingum. Það eru margir og þar á meðal sumir læknar sem telja að fæðing sé einhvers konar sjúkdómsástand" og eigi því bara að eiga sér stað á spítölum. Hið rétta er hins vegar að fæðing er jú eðlilegasti hlutur í heimi. Auðvitað verður ákveðið öryggi að vera til staðar og það má aldrei taka neina áhættu og það er heldur ekki gert. Ef fyrri fæðingar hafa ekki gengið vel eða ef meðgangan hefur ekki gengið vel þá kemur heimafæðing oftast ekki til greina. Einnig taka ljósmæðurnar sjálfar ekki neina áhættu ef fæðingin gengur ekki vel heldur kalla til sjúkrabíl og fara á spítala.
Ljósmæður eins og Áslaug, sem bjóða sig fram í heimafæðingar eiga hrós skilið að vilja standa í þessu. Þær eiga fyrst og fremst þetta hrós skilið vegna þess að þær eru að gefa fjölskyldum og verðandi mæðrum val á hvernig þær vilja hátta fæðingum sinna barna. Það er þessi valkostur sem er einmitt svo jákvæður við heimafæðingar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2007
Verðlagning olíufélaganna
Það hefur oft verið rætt um þetta mál og talað um litla samkeppni. Nú er það svo að Atlantsolia er að kvarta undan því að hin olíufélögin lækki verðið á stöðvum nálægt þeim. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem olíufélögin hafa lægri verð á sumum stöðvum en hærri á öðrum.
Mér finnst þetta mjög merkilegt og þá sérstaklega að við neytendur segjum aldrei neitt við svona löguðu. Ætli okkur þætti það ekki skrítið ef við færum inná Subway á Hringbraut og að þar væri verðið hærra en á öðrum Subway stöðum. Þegar við færum svo að spyrja af hverju þetta væri dýrara þarna þá væri svarið "jú við erum ekki nálægt neinum öðrum skyndibitastöðum"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007
Bandaríkjamenn
Mér finnst þetta helvíti gott. Bandaríkjamenn að segja öðrum að halda ró sinni og að virða tilfinningar annarra. Bandaríkjamenn hafa einmitt verið svo sérstaklega góðir í því.
En svo kemur upp vonarglæta og maður hugsar að batnandi mönnum er best að lifa og kannski eru Bandaríkjamenn að þroskast
Bandaríkjamenn hvetja Rússa og Eista til að halda ró sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007
Loksins
Já eftir að hafa reynt að selja bæði bílinn og íbúðina í að verða þrjá mánuði þá tókst það að lokum og það bæði sama daginn. Seldi Hyundai Santa fe, sem er hreint frábær bíll, og tók Toyota Yaris uppí. Þarf að selja hann þar sem tilgangurinn var að fá aðeins stærri bíl.
Íbúðin seldist svo líka þannig að núna eru við búin að bjóða í nýja eign og höfum til hádegis á morgun til að svara gagntilboði.
Það er smá stressandi að vakna upp við það að allt í einu er komin full alvara í málið og núna verðum við að gjöra svo vel og finna okkur bíl og íbúð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)