Færsluflokkur: Bloggar
11.7.2007
Flutningur
Flutningsdagurinn stóri var í gær. Gekk rosalega vel að flytja og ég vil þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn kærlega fyrir. Núna förum við að hengja upp myndir og fínisera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2007
Afhending
Þá fáum við afhent í dag, loksins . Hefst þá vinna við að sparsla og mála. Ef það er einhver áhugasamur málari þarna úti sem hefur ekkert annað að gera í góðu veðri í júlí þá má sá hinn sami endilega hafa samband.
Annars erum við að vona að við getum flutt inn eftir 7-10 daga, erum búin að pakka að mestu leyti og því verður ekkert að vanbúnaði þegar málningarvinnunni er lokið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007
Borgarnesmótið
Já þá er Borgarnesmótinu lokið. Okkar strákar stóðu sig bara nokkuð vel. Leiknar voru tvær umferðir og samtals 10 leikir. Strákarnir unnu 7 af 10 leikjum og lentu í 3 sæti og munaði bara markahlutfalli á 2 og 3 sæti. Þá er líka gaman að því að Haukar voru þeir einu sem skoruðu á móti liðinu sem lenti í fyrsta sæti.
Kristófer stóð sig mjög vel og fékk að leika í öllum stöðum. Hann barðist mikið, átti frábærar sendingar og skoraði líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2007
Íslendingar kunna ekki...
að búa til mislæg gatnamót. Alltaf að setja götuljós uppá í stað þess að láta umferðina flæða sjálfa á afreinum og aðreinum.
Ég segi frekar Öskjuhlíðargöng.
Öskjuhlíðagöng í stað mislægra gatnamóta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2007
Flutningur
Þá styttist í að við fáum afhenta eignina sem við vorum að kaupa. Þá hefst mikið gaman við að sparsla, mála og þess háttar.
Í íbúðinni sem við erum að yfirgefa, sem er 4ra herbergja, voru áður hjón með 3 börn sem ólust alveg upp hérna. Sama var á hæðinni fyrir ofan. Mér verður oft hugsað til þess þessa dagana hvernig það var hægt en okkur líður eins og íbúðin sé að springa utan af okkur og erum líka með 3 börn, 3 mán, 3 ára og 9 ára.
En sem sagt það verður mikill munur að komast í stærra húsnæði og ég tala nú ekki um að hafa eigin garð og þess háttar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2007
Handbolti vs fótbolti
Þó að leikurinn hafi ekki unnist þá var mjög gaman að horfa á hann eins og oftast er raunin með handboltalandsliðið okkar.
Ég held að við ættum að ráða Alfreð líka sem landsliðsþjálfara yfir fótboltalandsliðinu. Baráttan sem "strákarnir okkar" sýna alltaf í handboltanum er vissulega eitthvað sem fótboltastrákarnir mega taka sér til fyrirmyndar. Ef þeir hefðu þó ekki nema 50% af baráttu handboltastrákanna þá hefðum við unnið Lichtenstein og staðið okkur miklu betur í Svíþjóð
Við rúllum þessu svo upp á 17.júní, alveg eins og við gerðum á móti Sviþjóð síðast (þ.e. í handboltanum)
Serbar lönduðu naumum sigri í Nice, 30:29 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2007
Þetta minnir mig á...
eina góða sögu. Mér fannst hún þó fyndnari áður en ég eignaðist dóttur
Það var sem sagt maður í Hafnarfirði sem átti þrjá stráka og þegar hann var spurður að því hvort að það væri ekki leiðinlegt að eiga bara stráka og hvort hann vildi ekki stelpu. Hann svaraði því neitandi og sagði að það væri fínt að eiga bara stráka því að þá þurfi hann bara að hafa áhyggjur af þremur typpum í Hafnarfirði en ef hann ætti stelpu þá þyrfti hann að hafa áhyggjur af öllum typpum í Hafnarfirði.
Bruce Willis hótar að drepa drengi sem fara út með dætrum hans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2007
Er þetta það mikilvægasta í skólakerfinu
Vissulega er ég sammála um mikilvægi þess að bjóða ókeypis máltíðir í grunnskólum. Ég er hins vegar ekki viss um að þetta sé stærsta málið í grunnskólum í dag. Ég tel miklu mikilvægara að vinna í því að leiðrétta laun grunnskólakennara þannig að grunnskólarnir missi ekki hæfa kennara bara vegna launa.
Ég persónulega er frekar tilbúinn til að borga tæpar 7.000 kr á mánuði í mat handa börnunum mínum, sérstaklega ef ég gæti verið viss um að þau fengu bestu mögulegu kennslu.
Ég skal viðurkenna það að ég er kannski hlutdrægur þar sem ég er giftur kennara. Hún hefur farið í háskólanám, er mjög áhugasöm um sína vinnu og hefur unnið við þetta í um 6 ár núna. Föst laun hjá henni eru undir 220.000 kr á mánuði.
Ég prófaði því að einfalda þetta mál allt saman og reikna út hve mikið væri hægt að hækka laun kennara ef haldið er áfram að rukka fyrir skólamáltíðir og andvirði þess sett í launahækkanir. Já ég veit, þetta er nokkuð mikil einföldun.
Máltíðir pr mán pr nemenda | 6.667 |
Fjöldi nemenda | 450 |
Heildarkostnaður pr mán | 3.000.000 |
Fjöldi kennara | 35 |
Launahækkun pr mán pr kennara | 85.714 |
Tveir grunnskólar bjóða nemendum ókeypis máltíðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2007
Húsgagnaverslanir
Nú styttist í að við fáum afhenta eignina sem við erum að kaupa. Konan heimtar að það verði keypt ný húsgögn og þá helst sófasett. Helstu rökin hennar fyrir því er að eignin er þó nokkuð stærri og því vantar okkur fleiri húsgögn. Hún er ekki alveg að kaupa það hjá mér að hafa bara meira bil á milli húsgagnanna.
Við fórum því í smá leiðangur um húsgagnaverslanir í dag og komumst að því að það eru bara til tvær gerðir húsgagnaverslana, annars vegar sú sem selur svört og hvít húsgögn og svo hin gerðin sem selur brún húsgögn. Míra og Tekk falla t.d. undir síðari flokkinn. Það eru ekki neitt voðalega mörg ár síðan maður hló mikið að Austin Powers og hallærislegu fötunum hans og húsgögnum. Núna er hins vegar verið að selja húsgögn sem að hann myndi falla fyrir og það á fáránlegum verðum.
Það var ekki óalgengt að sjá sófasett á yfir hálfa milljón, já hálfa milljón. Við fundum þó 3ja sæta sófa sem var á tæpa 1,1 milljón (var að vísu á 30% afslætti eða um 700 þús). Einnig sáum við flott sófasett sem okkur gat hugnast að kaupa en það var 3+1+1 og kostaði um 700 þúsund. 700 þúsund fyrir eitt sófasett??? Er það saumað með gullþræði????
Við sáum líka 1 stk stól sem kostaði 240 þúsund, þessi hvíti hérna fyrir ofann (fyrirgefið að þetta sé ekki í fókus)
Maður þarf kannski bara að leita í góða hirðinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2007
Vonbrigði
Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar